Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Stóru liðin hagnast bara á þessu fyrirkomulagi"
Mynd: Getty Images

Robbie Savage, stjóri Macclesfield, segir að nýja fyrirkomulagið í enska bikarnum hagnist einungis stóru liðunum.


Það hefur alltaf verið þannig í keppninni að ef leikurinn endar með jafntefli yrði spilaður annar leikur á heimavelli útivallarliðsins í fyrri leiknum.

Breyting varð á fyrirkomulaginu vegna auka álags í stærstu keppnum Evrópu. Það veldur því að minni liðin eiga minni möguleika á að fá góða summu í kassann.

Í gamla fyrirkomulaginu hefði Tamworth spilað annan leik gegn Tottenham á heimavelli Tottenham þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli en Tottenham vann að lokum 3-0 eftir framlenginu.

„Hver hagnast á því að leikurinn sé ekki endurtekinn? Stóruliðin hagnast á þessu fyrirkomulagi. Það eru töfrarnir á bakvið enska bikarinn, endurteknir leikir verða að vera í þessu fyrir minni liðin, þetta er fáránlegt. Tamworth hefði getað grætt milljón pund," sagði Savage.


Athugasemdir
banner
banner