Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. febrúar 2021 20:18
Victor Pálsson
Rodri var reiður og ákvað sjálfur að taka vítið
Mynd: Getty
Það kom smá á óvart þegar miðjumaðurinn Rodri tók vítaspyrnu fyrir Manchester City gegn Tottenham í kvöld.

Man City hefur gert mikið af því að klúðra vítum á tímabilinu og aðeins síðast í leik gegn Liverpool þar sem Ilkay Gundogan brást bogalistin í sigri.

Þeir bláklæddu höfðu betur með þremur mörkum gegn engu í kvöld en Rodri skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu af punktinum.

Vítaspyrnuklúður tímabilsins fóru í taugarnar á Spánverjanum sem ákvað bara sjálfur að taka vítið í kvöld og skora.

„Við höfum breytt hlutum síðan í síðasta tapi gegn Tottenham og liðið hefur bætt sig mikið og við sjáum það í svona leikjum. Það er ekki auðvelt að vinna svona sterkan andstæðing og við erum því hæstánægðir með stigin þrjú," sagði Rodri.

„Ég var smá reiður síðustu vikur því við höfum klúðrað vítum, mun fleiri en við bjuggumst við. Við verðum að skora úr vítum í stórleikjum því munurinn er svo lítill þar á milli."

„Ég var reiður og sagðist ætla að taka næsta víti og skjóta. Ég sagði það við liðsfélagana í vikunni og svo fengum við víti. Ég tók boltann, enginn tók hann af mér og sem betur fer skoraði ég."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner