Danijel Djuric, leikmaður Víkings, er að vonum spenntur fyrir komandi leik gegn Panathinaikos. Fótbolti.net ræddi við hann í Helsinki í gær.
„Þetta er nánast það eina sem við höfum talað um á æfingum og fundum. Þetta er að gerast," sagði Danijel Djuric.
„Þetta er nánast það eina sem við höfum talað um á æfingum og fundum. Þetta er að gerast," sagði Danijel Djuric.
„Ég vona að þetta verði góður fótboltaleikur. Þeir eru góðir og við erum komnir á gott plan. Þessi leikur er bara fyrri hálfleikur. Við ætlum að halda öllu opnu fyrir seinni leikinn."
„Hann er að koma mjög vel í þetta. Hann er með öðruvísi DNA en Arnar. Maður finnur að hann mun verða mjög góður þjálfari. Ég vona að þið sjáið í leiknum hversu góður þjálfari hann er."
Leikur Víkings og Panathinaikos hefst í Helsinki í dag klukkan 17:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir