Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   fim 13. febrúar 2025 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Tíu Rómverjar náðu jafntefli - AZ fór illa með Galatasaray
Mynd: EPA
Roma gerði jafntefli gegn Porto í Portúgal í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Zeki Celik kom Roma yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Þannig var staðan þar til Francisco Moura jafnaði metin eftir vel útfærða skyndisókn á 67. mínútu.

Nokkrum mínútum síðar fékk Bryan Cristante sitt annað gula spjald og þar með rautt en staðan var óbreytt allt til enda og liðin eru jöfn fyrir seinni leikinn í Róm.

AZ Alkmaar er í ansi góðri stöðu eftir 4-1 sigur á heimavelli gegn Galatasaray.

Þá er Steaua Búkarest frá Rúmeníu með forystu gegn PAOK eftir sigur á útivelli. Liðið kom til baka og vann 2-1 en FCSB var manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Ricky van Wolfswinkel tryggði Twente sigur á Bodö/Glimt með marki úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Porto 1 - 1 Roma
0-1 Zeki Celik ('45 )
1-1 Francisco Moura ('67 )
Rautt spjald: Bryan Cristante, Roma ('72)

Twente 2 - 1 Bodo-Glimt
1-0 Sayfallah Ltaief ('5 )
1-1 Patrick Berg ('85 )
2-1 Ricky van Wolfswinkel ('90 , víti)

AZ 4 - 1 Galatasaray
1-0 Sven Mijnans ('12 )
1-1 Roland Sallai ('20 )
2-1 Troy Parrott ('37 , víti)
3-1 Jordy Clasie ('57 )
4-1 David Wolfe ('66 )
Rautt spjald: Kaan Ayhan, Galatasaray ('51)

PAOK 1 - 2 Steaua
1-0 Ally Samatta ('21 )
1-1 Andrei Gheorghita ('50 )
1-2 Joyskim Dawa ('60 )
Rautt spjald: Taison, PAOK ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner