Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
banner
   fim 13. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr aðalmarkvörður Chelsea
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Daninn Filip Jörgensen sé nýr aðalmarkvörður liðsins.

Robert Sanchez hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinn og gert stór mistök.

Núna mun hinn 22 ára gamli Jörgensen fá sénsinn en hann var keyptur frá Villarreal síðasta sumar. Hann byrjaði í 2-1 sigri gegn West Ham á dögunum og fær traustið áfram.

„Markvörðurinn okkar í augnablikinu er Filip," sagði Maresca en hann bætti við að Sanchez þyrfti að jafna sig andlega og líkamlega.

„Þetta er staðan núna og svo munum við sjá til."
Athugasemdir
banner
banner