Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 13. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr aðalmarkvörður Chelsea
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest að Daninn Filip Jörgensen sé nýr aðalmarkvörður liðsins.

Robert Sanchez hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinn og gert stór mistök.

Núna mun hinn 22 ára gamli Jörgensen fá sénsinn en hann var keyptur frá Villarreal síðasta sumar. Hann byrjaði í 2-1 sigri gegn West Ham á dögunum og fær traustið áfram.

„Markvörðurinn okkar í augnablikinu er Filip," sagði Maresca en hann bætti við að Sanchez þyrfti að jafna sig andlega og líkamlega.

„Þetta er staðan núna og svo munum við sjá til."
Athugasemdir