Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnendur Bayern 'láta sig dreyma' um Florian Wirtz
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er ekkert leyndarmál að þýska stórveldið FC Bayern vill krækja í Florian Wirtz, afar eftirsóttan sóknartengilið Bayer Leverkusen.

Bayern er ekki eina félagið sem er á höttunum eftir Wirtz þar sem stórveldi á borð við Manchester City og Real Madrid hafa einnig verið nefnd til sögunnar.

Stjórnendur Bayern hafa verið duglegir að tala um Wirtz í fjölmiðlum og tjáði Herbert Hainer forseti sig í gær þegar hann var spurður út í ungstirnið.

„Sem fótboltaáhugamaður þá getur maður ekki sagt annað en að Florian Wirtz er framúrskarandi leikmaður," sagði Hainer.

„Ég er sammála því sem Uli Hoeness sagði á dögunum: Maður má alltaf láta sig dreyma! Florian Wirtz er samningsbundinn Bayer Leverkusen sem stendur."

Uli Hoeness tók svo undir orð Hainer en sagði að hann teldi aðeins 10% líkur á því að Bayern tækist að landa Wirtz.

„Við viljum kaupa Florian Wirtz en hann er ennþá með langtímasamning hjá Leverkusen og það eru önnur félög áhugasöm. Ég myndi gefa þessu 10% líkur," sagði Hoeness.

Wirtz, 21 árs, hefur skorað 15 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 34 leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner