Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 13. apríl 2021 11:00
Magnús Már Einarsson
Sergio Ramos með kórónuveiruna
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur greinst með kóróunuveiruna.

Raphael Varane, liðsfélagi hans, greindist smitaður í síðustu viku og nú hefur Ramos einnig greinst með veiruna.

Ramos er á meiðslalistanum en hann var fjarri góðu gamni í sigrunum gegn Liverpool í Meistaradeildinni og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Ramos var mættur í stúkuna í þessum leikjum en hann er nú farinn í einangrun.

Real Madrid heimsækir Liverpool á morgun en liðið er einnig án Lucas Vazquez sem er meiddur á hné.
Athugasemdir
banner