Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   fim 13. apríl 2023 13:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Ingi æfir núna í hinni gríðarsterku akademíu Nordsjælland
Daníel Ingi Jóhannesson.
Daníel Ingi Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Ingi Jóhannesson, efnilegur leikmaður ÍA, er núna að æfa með Nordsjælland í Danmörku.

Daníel hefur verið að vekja athygli í Danmörku en hann hefur nokkrum sinnum farið út að æfa með FC Kaupmannahöfn, sem er stærsta félagið þar í landi.

Hjá FCK er eldri bróðir Daníels, Ísak Bergmann, og annar Skagamaður því Hákon Arnar Haraldsson er einnig leikmaður dönsku meistaranna.

Daníel varð 16 ára í síðasta mánuði en hann hefur núna í vikunni verið að æfa hjá Nordsjælland sem er með gríðarlega sterka akademíu. Aðallið Nordsjælland er sem stendur á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og er í mikilli samkeppni við Ísak og félaga í Kaupmannahöfn.

Daníel lék á síðasta ári sína fyrstu leiki með U17 landsliðinu og í vetur kom hann við sögu í fimm leikjum með ÍA í Lengjubikarnum, og skoraði eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner