Daníel Ingi Jóhannesson, efnilegur leikmaður ÍA, er núna að æfa með Nordsjælland í Danmörku.
Daníel hefur verið að vekja athygli í Danmörku en hann hefur nokkrum sinnum farið út að æfa með FC Kaupmannahöfn, sem er stærsta félagið þar í landi.
Hjá FCK er eldri bróðir Daníels, Ísak Bergmann, og annar Skagamaður því Hákon Arnar Haraldsson er einnig leikmaður dönsku meistaranna.
Daníel varð 16 ára í síðasta mánuði en hann hefur núna í vikunni verið að æfa hjá Nordsjælland sem er með gríðarlega sterka akademíu. Aðallið Nordsjælland er sem stendur á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og er í mikilli samkeppni við Ísak og félaga í Kaupmannahöfn.
Daníel lék á síðasta ári sína fyrstu leiki með U17 landsliðinu og í vetur kom hann við sögu í fimm leikjum með ÍA í Lengjubikarnum, og skoraði eitt mark.
Daníel Ingi Jóhannesson (2007) is training with FCN this week. ?????????????? pic.twitter.com/SXvAZU8IEJ
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 13, 2023
Athugasemdir