Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 17:38
Brynjar Ingi Erluson
Karólína meiddist í fyrri hálfleik - Kristín Dís skoraði í tapi
Karólína Lea í leik með landsliðinu
Karólína Lea í leik með landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristín Dís var á skotskónum með Bröndby
Kristín Dís var á skotskónum með Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er komin á meiðlalista Bayer Leverkuen eftir 2-0 sigur liðsins á Eintracht Frankfurt í dag.

Karólína Lea var að glíma við meiðsli í landsliðsverkefninu á dögunum en hún fann fyrir verk í ökkla og talaði meðal annars um það í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Hún spilaði bæði gegn Póllandi og Þýskalandi en fór síðan meidd af velli á 33. mínútu með Leverkusen gegn Frankfurt í dag. Ekki liggur fyrir hvort meiðslin séu af alvarlegum toga.

Leverkusen er í 5. sæti þýsku deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum frá Frankfurt sem er í 4. sæti.

Kristín Dís Árnadóttir skoraði mark Bröndby sem tapaði fyrir AGF, 2-1, í dönsku úrvalsdeildinni.

Blikinn jafnaði fyrir Bröndby undir lok fyrri hálfleiks en það dugði ekki til að ná í stig í dag. Slæm úrslit fyrir Bröndby sem er þó enn á toppnum í meistarariðlinum með 35 stig.

Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir var á bekknum hjá AGF en kom ekki við sögu og þá var Hafrún Rakel Halldórsdóttir ekki með Bröndby í dag. AGF er í 5. sæti með 23 stig.

Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Leuven töpuðu fyrir Anderlecht, 2-0, í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar. Leuven er nú í 3. sæti með 28 stig, þremur stigum frá toppnum.

Málfríður Anna Eiríksdóttir kom inn af bekknum hjá B93 í 1-0 sigri á Næstved í fallriðli dönsku úrvalsdeildarinnar. B93 er í öðru sæti riðilsins með 10 stig.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir byrjuðu allar í 1-0 tapi Örebro gegn Hammarby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner