Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe sendi hamingjuóskir - „Þurftum að fá hann til að brosa"
Jason Tindall og Eddie Howe
Jason Tindall og Eddie Howe
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, var ekki á hliðarlínunni þegar liðið vann öruggan sigur á Man Utd í kvöld vegna veikinda. Jason Tindall, aðstoðarþjálfari liðsins, stýrði liðinu í hans stað.

„Ég var að fá skilaboð frá honum og hann óskaði okkur til hamingju. Hann gat horft á leikinn og ég er viss um að það hafi lyft honum upp. Hann treysti ákvörðunum sem við tókum, við höfum unnið lengi saman. Hann kom skilaboðum til skila fyrr í vikunni og treysti því svo að allir myndu ná fram frammistöðu sem hann yrði stoltur að og strákarnir skiluðu," sagði Tindall.

Harvey Barnes skoraði tvennu í leiknum.

„Hann er vonandi að jafna sig. Hann hefur haft góð áhrif á liðið í vikunni og á leikdegi. VIð vissum að við þurftum að gera þetta án hans, við sögðum fyrir leikinn að við þurftum að fá hann til að brosa," sagði Barnes.
Athugasemdir
banner
banner