Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   sun 13. apríl 2025 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson var hetja Vestra þegar liðið lagði FH í fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leeikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

„Þetta er geðveikt. Þú sérð veðrið hérna, maður lifir fyrir þetta að fá að djöflast í 90 mínútur, svona á þetta að vera," sagði Daði.

„Það skiptir ekki máli í hvernig veðri maður spilar ef maður fær að spila þá er maður sáttur," sagði Daði.

Daði er á láni frá Víkingum en það er ekki algengt að ungir leikmenn fari út á land.

„Lífið leikur við mig. Maður getur gert það sem maður vill, með fókusinn á fótboltann. Maður er eins og atvinnumaður, mætir á æfingu fer í sánu og til sjúkraþjálfarans. Þetta gerist ekkii mikið betra," sagði Daði.

„Menn þurfa að vera með hausinn rétt skrúfaðann á ef menn ætla að mæta vestur, þetta er ekkert vesen."

Vestri er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Liðinu var spáð falli af flestum sérfræðingum.

„Maður er lítið að spá í það hvað einhverjir fjölmiðlamenn eru að segja. Það er bara næsti leikur og við erum með fullan fókus á hann," sagði Daði að lokum.
Athugasemdir
banner