Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
„Hún er markmaður númer eitt á Íslandi í dag“
„Við eigum að skammast okkar“
Anna María: Kannski dagsform á liðum sem sker úr um leikina
Elísa Viðars: Mér fannst margt ekki alveg í lagi í okkar leik
Óli Kristjáns: Fer ekki í sögubækurnar sem einhver kampavínsfótbolti
Freyja Karín: Ákveðin drauma byrjun
Donni: Finnst við alltaf eiga séns og ég er stoltur af því
McAusland um páskafríið: Fjölskyldan miklu mikilvægari
Alli Jói: Ég bjóst ekki við að ÍR myndi vinna þennan leik
Aida Kardovic: Það er sorglegt að sjá okkur tapa fjórum leikjum í röð
   sun 13. apríl 2025 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lifir eins og atvinnumaður - „Lífið leikur við mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson var hetja Vestra þegar liðið lagði FH í fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann eftir leeikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 FH

„Þetta er geðveikt. Þú sérð veðrið hérna, maður lifir fyrir þetta að fá að djöflast í 90 mínútur, svona á þetta að vera," sagði Daði.

„Það skiptir ekki máli í hvernig veðri maður spilar ef maður fær að spila þá er maður sáttur," sagði Daði.

Daði er á láni frá Víkingum en það er ekki algengt að ungir leikmenn fari út á land.

„Lífið leikur við mig. Maður getur gert það sem maður vill, með fókusinn á fótboltann. Maður er eins og atvinnumaður, mætir á æfingu fer í sánu og til sjúkraþjálfarans. Þetta gerist ekkii mikið betra," sagði Daði.

„Menn þurfa að vera með hausinn rétt skrúfaðann á ef menn ætla að mæta vestur, þetta er ekkert vesen."

Vestri er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Liðinu var spáð falli af flestum sérfræðingum.

„Maður er lítið að spá í það hvað einhverjir fjölmiðlamenn eru að segja. Það er bara næsti leikur og við erum með fullan fókus á hann," sagði Daði að lokum.
Athugasemdir
banner
banner