Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. maí 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Lið 3. umferðar - Fjórir Skagamenn
Halldór Orri skoraði tvívegis.
Halldór Orri skoraði tvívegis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson eru í lið umferðarinnar.
Aron Jóhannsson eru í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fögnuðu sigri gegn Víkingi.
Blikar fögnuðu sigri gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. umferðin í Pepsi Max-deild karla lauk í gær með 1-1 jafntefli KR og Fylkis í Vesturbænum.

19 mörk voru skoruð í 3. umferðinni, þrír heimasigrar litu dagsins ljós, tvö jafntefli og einn útisigur. Óvæntustu úrslit umferðarinnar var sennilega 2-1 útisigur ÍA gegn Íslandsmeisturum Vals. Jóhannes Karl Guðjónsson er því sjálfvalinn þjálfari umferðarinnar.



Skagamenn eiga einnig fjóra leikmenn í liðinu. Árni Snær Ólafsson stendur í markinu og er með þá Lars Marcus Johansson og Óttar Bjarna Guðmundsson fyrir framan sig. Óttar Bjarni hættir ekki að skora í deildinni. Þá lagði Tryggvi Hrafn Haraldsson upp bæði mörk ÍA í leiknum.

Í vörninni með Skagamönnunum eru Blikarnir, Elfar Freyr Helgason og Arnar Sveinn Geirsson sem stóðu vaktina vel í 3-1 sigri á Víkingi. Auk þess er Kolbeinn Þórðarson á miðjunni en skoraði tvívegis í leiknum.

Alex Þór Hauksson er eini fulltrúi Stjörnunnar í liði umferðarinnar eftir 1-0 sigur liðsins gegn nýliðum HK á heimavelli.

Aron Jóhannsson skoraði glæsilegt mark í 2-2 jafntefli Grindavíkur gegn ÍBV í Eyjum á laugardaginn. Hann var einnig besti leikmaður vallarins.

Í Kaplakrika unnu heimamenn 3-2 sigur á KA eftir að hafa lent 1-2 undir í leiknum. Halldór Orri Björnsson skoraði tvívegis fyrir FH og þá átti Hallgrímur Mar Steingrímsson góðan leik fyrir KA þar sem hann skoraði eitt og lagði upp annað.

Sjá einnig:
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner