Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 13. maí 2019 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Mike Dean fagnaði mest allra
Mike Dean, úrvalsdeildardómari, er mikill stuðningsmaður Tranmere Rovers sem var að keppa í undanúrslitum umspilsins um að komast upp í ensku C-deildina fyrr í kvöld.

Tranmere heimsótti Forest Green eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum og var útlitið ekki sérlega bjart í byrjun kvöldsins því Forest komst yfir strax á tólftu mínútu.

Dean var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda og ærðist af gleði þegar Tranmere tókst að jafna aðeins stundarfjórðungi eftir opnunarmarkið. Meira var ekki skorað og Tranmere mætir Newport County í úrslitaleiknum.

Dean var afar áberandi á áhorfendapöllunum og náðu myndavélar Sky góðum skotum af honum fagna og hvetja sína menn áfram.














Athugasemdir