Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. maí 2021 11:28
Elvar Geir Magnússon
Búið að færa úrslitaleik Meistaradeildarinnar til Porto (Staðfest)
Drekavellir í Portúgal.
Drekavellir í Portúgal.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur Chelsea og Manchester City í Meistaradeildinni mun fara fram í Portúgal en 6 þúsund áhorfendur frá hvoru liði mega vera viðstaddir leikinn.

Þessi enski úrslitaleikur verður 29. maí og átti að fara fram í Istanbúl í Tyrklandi en hefur verið færður á Drekavelli, Estadio do Dragao, í Portúgal vegna Covid-19 faraldursins.

Portúgal er á grænum lista hjá Englendingum svo leikmenn og stuðningsmenn geta mætt án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomu. Tyrkland er hinsvegar á rauða listanum

Annað árið í röð fer úrslitaleikur Meistaradeildarinnar því fram í Portúgal. Leikið var í Lissabon í fyrra þegar Bayern München vann PSG í úrslitaleik.

Rætt var um að halda leikinn á Wembley en ekki var hægt að lofa undanþágu frá sóttkví fyrir styrktaraðila, heiðursgesti og sjónvarpsrétthafa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner