Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fim 13. maí 2021 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: AZ að missa af Meistaradeildarsæti
Albert á landsliðsæfingu í mars
Albert á landsliðsæfingu í mars
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AZ Alkmaar, liðið sem Albert Guðmundsson leikur með í Hollandi, gerði í dag markalaust jafntefli við Grongingen næstsíðustu umferð hollensku Eredivisie.

Albert lék fyrstu 88 mínúturnar í liði gestanna sem var líklegra liðið til að skora í dag en tókst ekki að koma boltanum í netið.

Sergio Padt, markvörður Groningen, varði mjög vel frá Calvin Stengs á lokamínútu venjulegs leiktíma og þá átti Teun Koopmeiners skot í stöng snemma leiks.

Á sama tíma vann PSV lið Zwolle á heimavelli, 4-2. Það þýðir að PSV er með þriggja stiga forskot á AZ fyrir lokaumferðina í baráttunni um annað sætið í deildinnni. PSV þarf að tapa og helst stórt gegn Utrecht í lokaumferðinni og á sama tíma þarf AZ að vinna Heracles.

Ajax er löngu öruggt með meistaratitilinn og vann liðið Venlo, 3-1, á heimvelli í dag. Endi AZ í 3. sætið fer liðið í Evrópudeildina á næstu leiktíð.
Stöðutaflan Holland Holland efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 PSV 9 7 1 1 27 12 +15 22
2 Feyenoord 8 7 1 0 18 6 +12 22
3 AZ 9 5 3 1 19 12 +7 18
4 Ajax 9 4 4 1 17 12 +5 16
5 Groningen 8 5 0 3 14 11 +3 15
6 NEC 9 4 2 3 25 17 +8 14
7 Twente 9 4 2 3 17 14 +3 14
8 Utrecht 9 4 1 4 18 11 +7 13
9 Fortuna Sittard 8 4 1 3 13 12 +1 13
10 Go Ahead Eagles 9 2 4 3 15 16 -1 10
11 Sparta Rotterdam 8 3 1 4 11 22 -11 10
12 Heerenveen 8 2 3 3 12 13 -1 9
13 NAC 9 2 2 5 10 16 -6 8
14 Zwolle 9 2 2 5 9 17 -8 8
15 Telstar 8 2 1 5 10 15 -5 7
16 Volendam 9 1 4 4 10 16 -6 7
17 Excelsior 8 2 0 6 7 17 -10 6
18 Heracles Almelo 8 1 0 7 7 20 -13 3
Athugasemdir
banner
banner
banner