Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 13. maí 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl um vítaspyrnudóminn: Ekki vanur að láta mig detta
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, ekki annað hægt. Við komum ferskir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur." voru fyrstu viðbrögð Viktors Karls Einarssonar leikmanns Breiðabliks.

Hvernig fannst Viktori leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara mjög fínt, við komum gíraðir út í leikinn eftir svekkjandi byrjun á tímabilinu að þá vorum við staðráðnir í að gera betur í dag, ákefðin bara upp og fulla ferð."

Breiðablik kemur töluvert sterkari ínn í síðari hálfleikinn og settu þrjú mörk á fimm mínúta kafla. Hvað segir Óskar við leikmenn í hálfleik?

„Við vorum svolítið "sloppy" kannski á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik, hefðum geta klárað leikinn með betri ákvarðanatöku. Við komum út í seinni og þar voru kannski aðeins betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og það var það sem skóp sigurinn í kvöld."

Viktor Karl Einarsson fékk vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik og talað er um að það hafi verið vafasöm vítaspyrna.

„Ég er ekki vanur því að láta mig detta, ég er með boltann og pikka honum áfram og fæ snertingu og næ ekki að halda jafnvæginu og fer bara niður. Ég var ekkert að hugsa um víti eða ekki en svo flautar hann. Mér fannst þetta nú vera rétt en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner