Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 13. maí 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl um vítaspyrnudóminn: Ekki vanur að láta mig detta
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, ekki annað hægt. Við komum ferskir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur." voru fyrstu viðbrögð Viktors Karls Einarssonar leikmanns Breiðabliks.

Hvernig fannst Viktori leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara mjög fínt, við komum gíraðir út í leikinn eftir svekkjandi byrjun á tímabilinu að þá vorum við staðráðnir í að gera betur í dag, ákefðin bara upp og fulla ferð."

Breiðablik kemur töluvert sterkari ínn í síðari hálfleikinn og settu þrjú mörk á fimm mínúta kafla. Hvað segir Óskar við leikmenn í hálfleik?

„Við vorum svolítið "sloppy" kannski á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik, hefðum geta klárað leikinn með betri ákvarðanatöku. Við komum út í seinni og þar voru kannski aðeins betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og það var það sem skóp sigurinn í kvöld."

Viktor Karl Einarsson fékk vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik og talað er um að það hafi verið vafasöm vítaspyrna.

„Ég er ekki vanur því að láta mig detta, ég er með boltann og pikka honum áfram og fæ snertingu og næ ekki að halda jafnvæginu og fer bara niður. Ég var ekkert að hugsa um víti eða ekki en svo flautar hann. Mér fannst þetta nú vera rétt en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner