fös 13. maí 2022 14:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 3. umferð - Skref sem er til fyrirmyndar
Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Arna Eiríksdóttir er leikmaður umferðarinnar.
Arna Eiríksdóttir er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Keflavík átti leikmann umferðarinnar í fyrstu tveimur umferðunum en núna er breyting á því. Sterkasti leikmaður umferðarinnar kemur úr Þór/KA og heitir Arna Eiríksdóttir.

Hún gerði sigurmarkið í leiknum sem varð til þess að Þór/KA fór heim með stigin þrjú.

„Arna stóð vaktina mjög vel í vörninni í dag og stoppaði sóknarmenn Aftureldingar oft á tíðum mjög vel. Hún var svo hetja Akureyringa þegar hún skorar mark úr hornspyrnu í lok leiks og tryggir Þór/KA sigurinn," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í skýrslu sinni frá leiknum.

Fyrirmynd fyrir aðra unga leikmenn
Arna, sem er tvítug, er uppalin í Víkingi en hún spilaði þar upp alla yngri flokka.

Hún tók athyglisvert skref í vetur þegar hún ákvað að fara frá Val á láni í leit að meiri spiltíma. Hún fór til Akureyrar og samdi við Þór/KA um að spila með þeim á tímabilinu. Þetta er skref sem aðrir ungir leikmenn á Íslandi mega taka sér til fyrirmyndar; að fara aðeins út fyrir þægindarrammann, öðlast góða reynslu og fá fullt af mínútum í staðinn fyrir að sitja mikið á bekknum.

Arna fer vel af stað með Þór/KA. Í samtali við Morgunblaðið segir að hún að markmiðið sé að enda í efri hlutanum.

„Sem varn­ar­maður er það svo sem ekk­ert endi­lega mark­mið mitt fyr­ir leik að skora en það er alltaf gott þegar það kem­ur og alltaf gott að geta hjálpað liðinu."

„Við nátt­úr­lega ein­beit­um okk­ur bara að því að reyna að vinna hvern ein­asta leik. Við tök­um bara einn leik í einu og reyn­um að fá þrjú stig í hverj­um ein­asta þeirra. Auðvitað vilj­um við vera í efri helmingn­um," sagði Arna.

Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner