Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 13. maí 2023 20:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Þetta gefur okkur svona tíu þúsund sinnum meira
Á hliðarlínunni í dag.
Á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilið í kringum markið var meiriháttar vel gert, svo auðvitað klárar hann frábærlega.
Spilið í kringum markið var meiriháttar vel gert, svo auðvitað klárar hann frábærlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Veðrið var skárra núna - þó að það hafi rignt mikið'
'Veðrið var skárra núna - þó að það hafi rignt mikið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1992 hefði maður rennt sér og tekið nokkrar tveggja fóta - gerði það nú reyndar við þessar aðstæður
1992 hefði maður rennt sér og tekið nokkrar tveggja fóta - gerði það nú reyndar við þessar aðstæður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning er bara góð, ég er mjög ánægður með frammistöðuna, mér fannst við ná að spila vel þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður. Mér fannst við eiga þetta skilið. Það var erfitt að brjóta KRingana á bak aftur, þeir voru mjög vel skipulagðir, virkilega öflugir og ég er bara mjög sáttur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur á KR á Meistaravöllum í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

„Að einhverju leyti þolinmæðisverk, við máttum ekki fara flýta okkur, ekki fara að þruma bara fram og vona það besta, heldur reyna hafa stjórn á leiknum og mér fannst okkur takast það vel."

Ekki boðlegir vellir í efstu deild á Íslandi 2023
Þetta var annar grasleikur Breiðabliks í sumar. Fyrsti leikurinn var gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í apríl. Var þetta svipað?

„Nei, veðrið var skárra núna - þó að það hafi rignt mikið, völlurinn var erfiðari. Það er rosalega lítið gras á vellinum, einhvern veginn lélegur allur. Hann var sleipari held ég heldur en úti í Eyjum. Sennilega myndi einhver segja að báðir vellirnir væru ekki boðlegir í efstu deild á Íslandi árið 2023. En þetta er bara það sem við lifum við og mér fannst við ná að láta völlinn stjórna leiknum okkar."

Óskar segir að einhverjir myndu kannski segja... myndi hann sjálfur segja það?

„Einhverjir myndu segja að þetta væri ekki boðlegt, en það er ekki mitt að fella dóma á það."

Gefa okkur allt þetta þrennt
Þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Andri Rafn Yeoman komu inn í liðið hjá Breiðablik. Þeir eru báðir ofboðslega reynslumiklir og hafa séð ýmsar aðstæður koma upp í leikjum hjá sér. Var Óskar að hugsa út í reynsluna þar?

„Já, bæði og. Við erum auðvitað með Viktor Karl og Anton Loga í banni og Alexander Helgi er að koma inn eftir meiðsli. Við þurftum að færa Högga (Höskuld) inn á miðjuna. Arnór Sveinn og Andri færa liðinu gríðarlega margt, frábærir leikmenn báðir tveir. Reynsla, gæði, karakter, allt þetta þrennt. Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli, hafa kannski ekki náð samfelldum æfingavikum. Þeir eru að tjasla sér saman og koma sér í toppstand. Það mun muna mikið um þegar þeirra nýtur við í 90 mínútur í hverjum leik."

Ekki tvö lýsingarorð sem hægt er að nota í dag
Breiðablik fær þrjú stig úr þessum leik líkt og leikjunum þremur þar á undan. Gefur þessi leikur Breiðabliksliðinu meira en t.d. síðasti leikur gegn Fylki þar sem frammistaðan var ekki sú besta?

„Þetta gefur okkur svona tíu þúsund sinnum meira en sá leikur, vegna þess að sá leikur var ekki góður, þó að hann hafi gefið þrjú stig. Við vorum latir og lélegir. Það eru ekki tvö lýsingarorð sem hægt er að nota um þessa frammistöðu. Við vorum öflugir, kröftugir, skipulagðir, duglegir og virkilega góðir stærsta hluta leiksins í þessum leik. Maður verður að reyna horfa heildstætt á frammistöðuna og frammistaðan var frábær í dag, eitthvað sem við tökum með okkur í næstu leiki - klárt mál."

Þurfti að vera einhver snilld sem myndi opna þetta
Sigurmarkið var einkar glæsilegt, frábært samspil og frábær afgreiðsla hjá Gísla Eyjólfssyni.

„Spilið í kringum markið var meiriháttar vel gert, svo auðvitað klárar hann frábærlega. Ég segi það aftur, mér fannst við eiga þetta mark skilið. Við áttum í erfiðleikum með að ógna KR markinu af einhverju ráði. Þeir voru þéttir, með Finn, Jakob og Kennie í þriggja manna og svo Kidda Jóns og Jóa sem vængbakverði. Það var ekkert auðvelt að komast í gegnum þá, þurfti kannski að vera einhver glæsileg sókn og einhver snilld sem myndi opna þetta."

Á sínum tíma hefði hann sjálfur rennt sér í nokkrar tveggja fóta
KR fékk fimm gul spjöld í leiknum. Fannst Óskari KR vera sýnilega grófara liðið?

„Þeir voru ekkert grófari en við. Auðvitað vorum við meira með boltann, í mörgum af þessum spjöldum eru þeir að elta og eru að reyna stoppa sóknina. Nei nei, alls ekki grófir, ekki miðað við hvernig menn geta verið. 1992 hefði maður rennt sér og tekið nokkrar tveggja fóta - gerði það nú reyndar við þessar aðstæður. Þvert á móti voru menn frekar prúðir. Auðvitað var tekist á, en stundum ertu bara aðeins of seinn, rennur til. En þetta var alls ekki grófur leikur," sagði Óskar.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í spilaranum. Óskar er spurður út í stöðu KR, Patrik Johannesen og Kristin Steindórsson í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner