Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
   fim 13. júní 2013 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Freyr: Ingvar sýndi bara óíþróttamannslega hegðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það var líf og fjör í þessu, vel mætt á völlinn, góð stemmning, rafmagnað andrúmsloft og margir sem vildu taka þátt í dómgæslunni. Maður er eiginlega búinn á því," sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir 2-2 jafntefli við Víking í kvöld.

Freyr og Davíð Snorri Jónasson hinn þjálfari liðsins kvörtuðu í sífellu við aðstoðardómara yfir hversu mikið Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings kvartaði við dómarann og engu líkara en þeir ætluðu sjálfir að missa hausinn yfir þessu.

,,Það kom alveg tímapunktur þar sem ég þurfti að loka augunum og hugsa um að halda haus sjálfur. En þetta er rosalega þreytt, þetta er frá fyrstu mínútu til 95 og maður var orðinn þreyttur á því. Þetta smitaðist inn á völlinn og þetta var orðin þvílíka hringavitleysan í hvíta liðinu í dag. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi enda, en þetta náði að mótivera þá og þeir jöfnuðu leikinn og við klaufar að loka ekki leiknum."

Hjalti Már Hauksson varnarmaður Víkings sá rauða spjaldið fyrir orðbragð við dómara.

,,Ég veit ekkert hvað gerðist en þegar það er verið að reyna að dæma leikinn frá byrjun er ekkert óeðlilegt að menn geri mistök á endanum. Væntanlega látið einhver orð falla, ég veit að Hjalti er góður drengur svo þetta kom mér á óvart. Það hefur eitthvað gerst."

Leiknir komst yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmt á Ingvar Kale. Leiknismenn virtust hafa æft þetta atvik og kunnað á Ingvar þarna.

,,Við erum búnir að æfa uppsett atriði eins og þetta og ég þekki Ingvar Kale vel og vissi að hann myndi halda að hann gæti farið út í þennan bolta og þetta var möguleiki að myndi gerast, og það gerðist og þetta var víti."

Freyr og Ingvar rifust í miðjum leik og svo þegar Víkingur jafnaði metin í lokin hljóp Ingvar úr markinu upp að Frey og fagnaði með miklum látum.

,,Hann sýndi bara óíþróttamannslega hegðun og verður bara að eiga það við sig. Ef þetta er það sem hann vill standa fyrir þá verður hann að eiga það fyrir sjálfan sig."

Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner