
,,Frábær frammistaða hjá strákunum. Við erum lið í fyrstu deild og þeir eru í Pepsí deils og ef við gerum mistök að þá refsa þeir en fyrir utan það að þá voru þeir ekkert meira inn í leiknum en við," sagði Nigel Quashie leikmaður BÍ eftir leikinn á móti ÍBV í Borgunarbikarnum í kvöld.
,,Með fullri virðingu fyrir ÍBV að þá vorum við í seinni hálfleik vorum við miklu betri og gerðum allt rétt en þeir eru með gott lið og það er munurinn þegar þú ert með 1 - 0 forystu og getur klárað leikinn.
Við vorum óheppnir og þeir voru heppnir. En við erum búnir að vera frábærir í allt sumar fyrir utan leikinn á móti Grindavík og við eigum að vera stoltir af okkur.
Strákarnir hafa metnað og vilja til að gera vel og við munum núna einbeita okkur að næstu æfingu og hlakka til að spila næsta leik.
Við misstum mann útaf í þessum leik og það var ekki að sjá í seinni hálfleik, það er á hreinu"
Nánar er rætt við Nigel í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir