
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var brött þegar rætt var við hana á landsliðsæfingu íslenska landsliðsins í gær.
Ísland ætlar að spila með þriggja manna vörn á EM, en Gunnhildur var notuð sem hægri vængbakvörður í síðasta leik, í vináttulandsleik í erfiðum aðstæðum gegn Írlandi.
Ísland ætlar að spila með þriggja manna vörn á EM, en Gunnhildur var notuð sem hægri vængbakvörður í síðasta leik, í vináttulandsleik í erfiðum aðstæðum gegn Írlandi.
„Mér líkar mjög vel við hana," sagði Gunnhildur aðspurð hvenrig sér líka við nýju stöðuna.
„Þetta er mikið hlaup, ég fíla að hlaupa, þetta er varnarvinna og sóknarvinna, þannig að þetta hentar mér mjög vel," sagði hún enn fremur um stöðuna.
Gunnhildur leikur oftast á miðjunni, hvort er skemmtilegra?
„Þetta er svipað skemmtilegt, þetta er náttúrulega ný staða. Ég er búin að spila miðju allan minn feril, þetta er ný staða, en mér finnst þær báðar mjög skemmtilegar."
Ísland mætir stórliði Brasilíu í vináttulandsleik í kvöld, en þetta er kveðjuleikur íslenska liðsins fyrir EM í næsta mánuði.
„Þær eru mjög erfiðar, en ég held að þetta sé fullkominn leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM."
„Ég er mjög spennt, við höfum aldrei spilað á móti þeim," sagði Gunnhildur að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir