Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 13. júní 2019 22:54
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Halls: Við erum í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega mjög svekktur eftir 1-2 tap sinna manna gegn Haukum í Mosfellsbæ.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka sem fer uppfyrir Aftureldingu og setur Mosfellinga í fallsæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Ég er alltaf súr þegar við töpum en ég er mest súr yfir frammistöðunni, frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var hörmung og ég er verulega svekktur yfir henni.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leik.

„Úrslitin eru síðan afleiðing frammistöðunnar og við verðum bara að horfast í augu við það að við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn og verðum að bæta okkur.'' Hélt Arnar áfram.

Þetta var kjörið tækifæri til að skilja Haukana eftir í skítamálum og koma Aftureldingu í góð mál en það mistókst, er það áhyggjuefni?

„Við erum í fallbaráttu.''

Róbert er togaður niður innan vítateigs í lok leiks, átti hann að fá vítaspyrnu?

„Ég held að ég sé vondur aðili til að dæma það vegna þess að ég var að fylgjast með boltanum en þegar ég tek stöðuna inná teignum þá er tog í gangi og ég sé ekki hver togar í hvern en Robbi lá eftir, ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að ná sér stöðu fyrir framan manninn og það er það sem að skiptir máli þegar krossinn kemur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar fer Arnar nánar ofan í saumana á leiknum, hvað þeir gerðu rangt, hverju þeir bjuggust við af Haukunum, hvort hópurinn sé nógu sterkur fyrir deildina og hvort Arnór Gauti sé tilbúinn til að spila hafsent á þessu leveli.
Athugasemdir