Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 13. júní 2019 22:54
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Halls: Við erum í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega mjög svekktur eftir 1-2 tap sinna manna gegn Haukum í Mosfellsbæ.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka sem fer uppfyrir Aftureldingu og setur Mosfellinga í fallsæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Ég er alltaf súr þegar við töpum en ég er mest súr yfir frammistöðunni, frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var hörmung og ég er verulega svekktur yfir henni.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leik.

„Úrslitin eru síðan afleiðing frammistöðunnar og við verðum bara að horfast í augu við það að við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn og verðum að bæta okkur.'' Hélt Arnar áfram.

Þetta var kjörið tækifæri til að skilja Haukana eftir í skítamálum og koma Aftureldingu í góð mál en það mistókst, er það áhyggjuefni?

„Við erum í fallbaráttu.''

Róbert er togaður niður innan vítateigs í lok leiks, átti hann að fá vítaspyrnu?

„Ég held að ég sé vondur aðili til að dæma það vegna þess að ég var að fylgjast með boltanum en þegar ég tek stöðuna inná teignum þá er tog í gangi og ég sé ekki hver togar í hvern en Robbi lá eftir, ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að ná sér stöðu fyrir framan manninn og það er það sem að skiptir máli þegar krossinn kemur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar fer Arnar nánar ofan í saumana á leiknum, hvað þeir gerðu rangt, hverju þeir bjuggust við af Haukunum, hvort hópurinn sé nógu sterkur fyrir deildina og hvort Arnór Gauti sé tilbúinn til að spila hafsent á þessu leveli.
Athugasemdir
banner
banner
banner