Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 13. júní 2019 22:54
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Halls: Við erum í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega mjög svekktur eftir 1-2 tap sinna manna gegn Haukum í Mosfellsbæ.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka sem fer uppfyrir Aftureldingu og setur Mosfellinga í fallsæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Ég er alltaf súr þegar við töpum en ég er mest súr yfir frammistöðunni, frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var hörmung og ég er verulega svekktur yfir henni.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leik.

„Úrslitin eru síðan afleiðing frammistöðunnar og við verðum bara að horfast í augu við það að við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn og verðum að bæta okkur.'' Hélt Arnar áfram.

Þetta var kjörið tækifæri til að skilja Haukana eftir í skítamálum og koma Aftureldingu í góð mál en það mistókst, er það áhyggjuefni?

„Við erum í fallbaráttu.''

Róbert er togaður niður innan vítateigs í lok leiks, átti hann að fá vítaspyrnu?

„Ég held að ég sé vondur aðili til að dæma það vegna þess að ég var að fylgjast með boltanum en þegar ég tek stöðuna inná teignum þá er tog í gangi og ég sé ekki hver togar í hvern en Robbi lá eftir, ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að ná sér stöðu fyrir framan manninn og það er það sem að skiptir máli þegar krossinn kemur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar fer Arnar nánar ofan í saumana á leiknum, hvað þeir gerðu rangt, hverju þeir bjuggust við af Haukunum, hvort hópurinn sé nógu sterkur fyrir deildina og hvort Arnór Gauti sé tilbúinn til að spila hafsent á þessu leveli.
Athugasemdir
banner