Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 13. júní 2019 22:54
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Halls: Við erum í fallbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega mjög svekktur eftir 1-2 tap sinna manna gegn Haukum í Mosfellsbæ.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka sem fer uppfyrir Aftureldingu og setur Mosfellinga í fallsæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Ég er alltaf súr þegar við töpum en ég er mest súr yfir frammistöðunni, frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var hörmung og ég er verulega svekktur yfir henni.'' Voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leik.

„Úrslitin eru síðan afleiðing frammistöðunnar og við verðum bara að horfast í augu við það að við gerðum ekki nóg til að vinna leikinn og verðum að bæta okkur.'' Hélt Arnar áfram.

Þetta var kjörið tækifæri til að skilja Haukana eftir í skítamálum og koma Aftureldingu í góð mál en það mistókst, er það áhyggjuefni?

„Við erum í fallbaráttu.''

Róbert er togaður niður innan vítateigs í lok leiks, átti hann að fá vítaspyrnu?

„Ég held að ég sé vondur aðili til að dæma það vegna þess að ég var að fylgjast með boltanum en þegar ég tek stöðuna inná teignum þá er tog í gangi og ég sé ekki hver togar í hvern en Robbi lá eftir, ég veit ekki hvort hann hafi verið búinn að ná sér stöðu fyrir framan manninn og það er það sem að skiptir máli þegar krossinn kemur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar fer Arnar nánar ofan í saumana á leiknum, hvað þeir gerðu rangt, hverju þeir bjuggust við af Haukunum, hvort hópurinn sé nógu sterkur fyrir deildina og hvort Arnór Gauti sé tilbúinn til að spila hafsent á þessu leveli.
Athugasemdir
banner
banner