Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 13. júní 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea framlengir við Gilmour
Mynd: EPA
Chelsea hefur virkjað ákvæði í samningi við Billy Gilmour og framlengt hann til 2024.

Þessi 21 árs gamli skoski miðjumaður var á láni hjá Norwich á síðasta tímabili en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Gilmour kom til Chelsea frá Rangers 2017 og var tvö ár í akademíunni áður en Frank Lampard tók hann upp í aðalliðið.

Hann lék 28 leiki fyrir Norwich á liðnu tímabili og hefur síðastliðna tólf mánuði verið fastamaður í skoska landsliðinu.


Athugasemdir
banner