Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. júní 2022 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Rúrik rýnir í gögnin - „Öll umræða um að þetta hafi verið 'soft' á rétt á sér"
Rúrik Gíslason og Kári Árnason hafa talað um að þetta væri 'soft' hjá íslenska landsliðinu
Rúrik Gíslason og Kári Árnason hafa talað um að þetta væri 'soft' hjá íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rúrik Gíslason, sérfræðingur á Viaplay, er búinn að rýna í gögnin og segir einfaldlega landsliðið hafa verið of 'soft' í síðustu leikjum ef við tökum frá 2-2 jafnteflið gegn Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld.

Rúrik og Kári Árnason ræddu það á Viaplay að þetta væri of 'soft' og kölluðu þeir eftir hugarfarsbreytingu.

Vanda SIgurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var ekkert sérstaklega ánægð með umræðuna og taldi neikvæðnina ekki líklega til árangurs.

Rúrik segir að þessi umræða hafi átt rétt á sér svona eftir að hann fór yfir helstu gögn.

„Við höfum verið að kvarta yfir því almennt að þetta hafi verið of 'soft'. Við fórum yfir þau gögn í dag fyrir þennan leik í dag. Í fyrsta lagi erum við ekki með yngsta landsliðið, við erum bara með meðalungt landslið. Noregur er með yngra landslið en við og aðeins öðruvísi hugarfar."

„Síðustu sjö ár höfum við bara einu sinni tapað fleiri návígum en við erum að gera upp á síðkastið. Það hefur orðið algjört hrun í unnum seinni boltum tildæmis þannig öll umræða um að þetta hafi verið 'soft' hefur haft fullkomlega rétt á sér og menn þurfa að skilja og skoða þessi gögn, það er hægt að lesa þau og auðvelt að rýna í því gögn."

„En að því sögðu fannst mér vera batamerki hér í dag og við fögnum því auðvitað. En það er allt í lagi að taka svona gagnrýni til sín og skoða þessi gögn, þau eru til staðar og eru opinber gögn. Öll umræða um að þetta hafi verið 'soft' hefur átt fullkomlega rétt á sér,"
sagði Rúrik.

Liðið tvíefldist

Hannes tók undir þetta og benti þá á að handboltalandsliðið hafi lent í miklum skakkaföllum með ungt lið en sýndi samt mikla ástríðu í leikjum sínum á Evrópumótinu.

„Ég get tekið undir þetta og kíkti á þetta. Við höfum droppað í mörgum þáttum og ýmislegt þegar það kemur að pressu, návígum , xG og skot þegar það kemur að tölfræði. Sammála Rúrik þegar það kemur að batamerki og að vera með þetta unga lið og það sem þú talar um að þetta sé yngsta lið í Evrópu. Þetta er reynslulítið lið miðað við það sem við vorum með áður."

„Við sáum íslenska handboltalandsliðið fara inn í Evrópumót þar sem við misstum hvern leikmann á fætur öðrum og liðið tvíefldist við hvern leikmanninn sem það missti út og fyrir þetta mót var maður að svekkja sig á því að Guðjón Valur og Óli Stef væru ekki enn þarna og þekkti varla einn einasta leikmann í þessu liði en að fara inn í þetta með ástríðu þar sem menn koma inn í stöðurnar. Við fórum ekkert í undanúrslit eins og í gamla daga en fólk er alveg tilbúið að lækka ránna og fylkja sér á bakvið liðið þegar það sér alvöru ástríðu og neista í augunum sem mér fannst þeir vera að sýna á löngum köflum eða allan leikinn í dag.

„Það er stórt skref í rétta átt og fólk fylkir sér á bakvið liðið um leið og þetta fer að koma í hverjum einasta leik þar sem við fáum þennan anda og er nauðsynlegt fyrir íþróttalið að hafa,"
sagði Hannes áður en Rúrik átti lokaorðin í umræðunni.

„Ég held að ef við ætlum alltaf að finna afsakanir að það dragi úr eldmóð og við förum að efast sjálfa okkur. Ég hef talað um það að fá Jón Dags attítúdið. Upp og áfram, skiptir hann engu máli hverjum hann er að spila en ég fann fyrir þessu hugarfari fyrir leikinn. Jói Kalli kom og talaði við mig um þetta og ef þetta er þróunin í landsliðinu að við séum að hugsa svona aftur og ég fagna því," sagði Rúrik í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner