Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guilherme til West Ham (Staðfest) - Aðeins skorað eitt mark
Mættur til West Ham.
Mættur til West Ham.
Mynd: West Ham
Brasilíski vængmaðurinn Luis Guilherme er genginn í raðir West Ham. Enska félagið kaupir hann frá brasilíska félaginu Palmeiras og skrifar kantmaðurinn undir fimm ára samning.

West Ham greiðir 30 milljónir evra (25 milljónir punda) fyrir Guilherme sem er átján ára hægri kantmaður. Hann hefur einungis skorað eitt mark í 49 keppnisleikjum með Palmeiras.

Hann á að baki leiki fyrir U16 og U20 ára landslið Brasilíu. Fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni höfðu áhuga.

Tim Steidten í stjórn West Ham flaug til Brasilíu í síðustu viku til að klára skiptin. Hann ræddi við Guilherme og fjölskyldu hans og náði að sannfæra þau um að þetta væri rétta skrefið.



Athugasemdir
banner
banner
banner