Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. júlí 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fengu 142 umsóknir fyrir landsliðsþjálfarastarfið
Jill Ellis hefur verið sterklega orðuð við starfið
Jill Ellis hefur verið sterklega orðuð við starfið
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið fékk 142 umsóknir fyrir landsliðsþjálfarastarf kvenna. Meira en helmingur umsækjenda uppfyllir starfskröfurnar.

Phil Neville hættir sem landsliðsþjálfari þegar samningur hans við knattspyrnusambandið rennur út næsta sumar. Hann mun ekki stýra liðinu á EM í Englandi eins og áætlað var. EM átti að fara fram 2021 en þar sem EM karla og Ólympíuleikarnir færðust til sumarsins 2021 vegna kórónuveirunnar þá mun EM kvenna fara fram 2022.

Neville er 43 ára gamall og hefur stýrt enska kvennalandsliðinu frá 2018. Undir hans stjórn endaði England í fjórða sæti á HM í fyrra. Eftir HM hafa úrslitin í æfingaleikjum ekki verið ásættanleg og hefur enska liðið aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum.

„Við höfum fengið ótrúlega góð svör," segir Baroness Campbell, sem er yfir kvennafótbolta hjá enska knattspyrnusambandinu.

Umsóknarferlinu lauk í síðasta mánuði. Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjana, er líklegust til að taka við starfinu. Emma Hayes, þjálfari Chelsea, Nick Cushing, fyrrum þjálfari Manchester City og Casey Stoney, þjálfari Manchester United, hafa einnig verið orðuð við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner