Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. júlí 2021 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Kría áfram með fullt hús eftir dramatískan sigur
Kría vann dramatískur sigur í kvöld.
Kría vann dramatískur sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir fóru fram í A-riðli 4. deildar karla í kvöld þar sem GG tók á móti RB í Grindavík á meðan Berserkir fengu topplið Kríu í heimsókn.

Kría var með fullt hús stiga fyrir leikinn og tók forystuna snemma leiks gegn sterku liði Berserkja. Jóhannes Hilmarsson skoraði á áttundu mínútu og tvöfaldaði Kría forystuna á lokakaflanum. Þá skoraði Mikael Máni Atlason skömmu áður en Bjarki Sigurjónsson minnkaði muninn fyrir Berserki.

Kría er því áfram með fullt hús stiga og Berserkir sitja eftir um miðja deild.

Ivan Jugovic gerði þá sigurmark GG gegn RB í miklum baráttuleik. Þetta var skellur fyrir RB sem hefði getað komið sér yfir Árborg í annað sæti riðilsins með sigri eða jafntefli.

Berserkir 1 - 2 Kría
0-1 Jóhannes Hilmarsson ('8)
0-2 Mikael Máni Atlason ('81)
1-2 Bjarki Sigurjónsson ('84)

GG 2 - 1 RB
1-0 Björgvin Hafþór Ríkharðsson ('9)
1-1 Jón Kristján Harðarson ('53)
2-1 Ivan Jugovic ('69)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner