
„Fékk þær hræðilegu fréttir í kvöld að ég sé tvíslitinn í hné, fremra krossbandið er slitið og hliðar liðbandið," skrifar Albert Brynjar Ingason á Facebook.
Albert er sóknarmaður og fyrirliði Kórdrengja en hann meiddist í sigurleik gegn Vestra á laugardaginn og var borinn af velli á börum.
Albert er sóknarmaður og fyrirliði Kórdrengja en hann meiddist í sigurleik gegn Vestra á laugardaginn og var borinn af velli á börum.
„Eftir að vera nýkominn almennilega á völlinn aftur eftir meiðsli í 2. umferð á mótinu þá er þetta alveg sérstaklega súrt. Ég elska þennan leik svo mikið, hef svo mikla ástríðu fyrir þessu ennþá og það særir mig verulega að geta ekki fengið að njóta þessa forréttinda sem það er að labba inn á græna sviðið," segir Albert sem er 35 ára gamall.
„Ég veit að ég er old fuck en það er ekki fræðilegur að ég sé hættur, þegar ég hætti þá verður það á mínum forsendum. Í mínu bataferli mun ég nýta Helga Val Daníels sem fyrirmynd, sem fótbrotnaði hrikalega 39 ára og er ennþá að spila 40 ára."
Albert segist að sjálfsögðu fylgja sínum mönnum í þeirri baráttu sem framundan er. Kórdrengir eru í baráttu um að komast upp í Pepsi Max-deildina. Liðið er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar.
Athugasemdir