Spænska stórveldið Barcelona hefur mikinn áhuga á belgíska miðjumanninum Amadou Onana, sem virðist vera á leið til Aston Villa fyrir 50 milljónir punda.
Börsungar lögðu þó ekki fram tilboð í leikmanninn þar sem allt þeirra púður mun fara í spænska kantmanninn Nico Williams, sem hefur verið að gera frábæra hluti með landsliði Spánar á Evrópumótinu.
Barca getur fengið Williams fyrir svipaða upphæð og Onana myndi kosta, en þeir eru báðir 22 ára gamlir og þykja gríðarlega efnilegir.
Onana er samningsbundinn Everton og var meðal þeirra allra bestu leikmanna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir