Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   þri 13. ágúst 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace skoðar leikmann Leverkusen til að fylla í skarð Guéhi
Kossounou heldur hér á Þýskalandsmeistarabikarnum eftir magnað tímabil með liðsfélögunum í Leverkusen.
Kossounou heldur hér á Þýskalandsmeistarabikarnum eftir magnað tímabil með liðsfélögunum í Leverkusen.
Mynd: EPA
Crystal Palace er að undirbúa sig fyrir framtíð án Marc Guéhi í hjarta varnarinnar.

Newcastle er að leggja mikið púður í kaup á Guéhi og er búið að leggja fram 60 milljón punda tilboð í miðvörðinn.

Ef samkomulag næst og Guéhi verður seldur er Palace þegar tilbúið til að kaupa nýjan miðvörð til að fylla í skarðið.

Félagið hefur augastað á tveimur miðvörðum úr þýska boltanum þar sem það fylgist náið með Odilon Kossounou, 23 ára leikmanni Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, og Maxence Lacroix, 24 ára leikmanni Wolfsburg.

Kossounou á tvö ár eftir af samningi hjá Leverkusen og Macroix er með eitt ár eftir hjá Wolfsburg.
Athugasemdir
banner