Selfoss virðist ætla upp úr 2. deildinni í haust en liðið var rétt í þessu að leggja ÍR að velli. Þetta var áttundi sigurinn í röð hjá Selfossi.
Valdimar Jóhannsson og Hrvoje Tokic skoruðu mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik og bætti Arnar Logi Sveinsson þriðja markinu við eftir leikhlé.
Selfoss verðskuldaði forystuna en gestirnir úr Breiðholti náðu að minnka muninn á lokakaflanum. Ívan Óli Santos skallaði aukaspyrnu Viktors Arnar Guðmundssonar í netið.
Heimamenn komust nálægt því að bæta fjórða markinu við en lokatölur urðu 3-1 og er Selfoss á toppi 2. deildar í bili, en Kórdrengir geta tekið toppsætið aftur til sín með sigri gegn Fjarðabyggð í dag.
Njarðvík lagði þá Kára að velli og er í þriðja sæti, fjórum stigum eftir Selfossi þegar sex umferðir eru eftir.
Selfoss 3 - 1 ÍR
1-0 Valdimar Jóhannsson ('13)
2-0 Hrvoje Tokic ('42)
3-0 Arnar Logi Sveinsson ('63)
3-1 Ívan Óli Santos ('75)
Njarðvík 2 - 0 Kári
1-0 Kenneth Hogg ('5)
2-0 ('66)
Úrslit og markaskorarar af urslit.net
Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir