Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. september 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman vill fá Mohamed Salah til Barcelona
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Er Robin Quaison á leið í ensku úrvalsdeildina?
Er Robin Quaison á leið í ensku úrvalsdeildina?
Mynd: Getty Images
Boltinn er byrjaður að rúlla í flestum deildum Evrópu og er leikmannamarkaðurinn ennþá opinn í nokkrar vikur. Það er því mikið um slúður þessa dagana og er slúðurpakki dagsins, tekinn saman af BBC, hér fyrir neðan.


Ronald Koeman nýr stjóri Barcelona vill ólmur krækja í Mohamed Salah, 28, frá Liverpool. (Express)

Manhester United gæti reynt að krækja í Gareth Bale, 31, í staðinn fyrir að ganga frá kaupum á Jadon Sancho, 20. (Express)

Kylian Mbappe, 21, hefur sagt Paris Saint-Germain frá því að hann vilji skipta um félag eftir þetta tímabil. Hann vill tækifæri til að spila í spænska eða enska boltanum. (Times)

Torino hafnaði lánstilboði frá Tottenham í stjörnuleikmann sinn, hinn 26 ára gamla Andrea Belotti. (Sky Italia)

Arsenal ætlar að bjóða 10 milljónir punda í David Raya, 24 ára markvörð Brentford. Hann á að fylla í skarðið sem Emiliano Martinez skilur eftir sig þegar hann gengur í raðir Aston Villa. (Sun)

Chelsea hefur áhuga á Declan Rice, 21 árs miðjumanni West Ham, og þarf að selja fjóra leikmenn til að fjármagna kaupin. (Star)

Sergio Reguilon, 23 ára vinstri bakvörður Real Madrid, vill frekar spila fyrir Sevilla á láni heldur en að ganga í raðir Manchester United. (AS)

Man Utd er reiðubúið til að borga 23 milljónir punda fyrir Benoit Badiashile, 19 ára varnarmann Mónakó. (L'Equipe)

Antonio Conte hefur miklar mætur á fyrrum lærisveini sínum Marcos Alonso, 29, og ætlar að fá hann yfir til Inter sem vantar vinstri vængbakvörð til að veita Aleksandar Kolarov og Ashley Young aukna samkeppni. (Sky Italia)

Tottenham er að skoða Paulinho, 27 ára sóknarmann portúgalska félagsins Braga. (90min)

Oleksandr Zinchenko, 23 ára bakvörður Man City, hefur áhuga á að skipta yfir til Napoli. Hann gæti verið partur af skiptidíl fyrir Kalidou Koulibaly, 29 ára miðverði Napoli og senegalska landsliðsins. (Radio Marte)

Yaya Toure, 37, ætlar ekki að leggja skóna á hilluna. Hann hefur verið án samnings síðan í janúar og vill spila í Serie A áður en ferlinum lýkur. (Tuttomercato)

West Ham er í viðræðum við Brighton um kaup á Solly March, 26 ára kantmanni. (90min)

Leeds United, Wolves og Arsenal hafa áhuga á Mounir Chouiar, 21 árs framherja Dijon. (France Football)

Leeds vill kaupa Conor Gallagher, tvítugan miðjumann Chelsea. (Mail)

Lyon hafnaði 17 milljón evru tilboði frá Aston Villa í framherjann Bertrand Traore, 25. (Footmercato)

Burnley ætlar að bjóða 8 milljónir punda í Robin Quaison, 26 ára framherja Mainz og sænska landsliðsins. (Mail)

Liverpool er að ganga frá kaupum á 17 ára markverði frá Fluminense sem heitir Marcelo Pitaluga. (Globo Esporte)

Sunderland vann kapphlaupið um Josh Hawkes, 21 árs miðjumann Hartlepool. Félög á borð við Leeds, Newcastle og Middlesbrough sýndu honum áhuga. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner