Paris Saint-Germain fer ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni á nýju tímabili.
Liðið tapaði gegn nýliðum Lens í fyrstu umferð og í kvöld tapaði PSG gegn erkifjendum sínum í Marseille með sömu markatölu, 1-0. Florian Thauvin skoraði eina markið eftir hálftíma leik.
Neymar og Angel Di Maria sneru aftur í lið PSG eftir að hafa verið frá með kórónuveiruna í fyrsta leik. Kylian Mbappe er hins vegar enn frá eftir að hafa greinst með veiruna.
Það var hart barist í þessum leik í kvöld og það urðu mikil slagsmál undir lokin sem varð þess valdandi að fimm rauð spjöld fóru á loft. Jordan Amavi og Darío Benedetto úr Marseille og Layvin Kurzawa, Leandro Paredes og Neymar úr PSG var vikið af velli undir lokin.
Hér að neðan má sjá myndskeið af því þegar það sauð upp úr undir lokin.
Football doesn’t get any more worse than this... two straight losses for PSG #PSGOM pic.twitter.com/JcoDv7ytRl
— Tomas Gajes #WAKANDAFOREVER (@TomasGajes10) September 13, 2020
Athugasemdir