Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 13. september 2021 08:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 3. deild: Verið öflugur fyrir KFS í sumar
Frans í leik með Haukum árið 2018
Frans í leik með Haukum árið 2018
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Frans Sigurðsson, leikmaður KFS, var besti leikmaður 20. umferðar að mati Ástríðunnar. KFS vann Ægi 3-1 og Frans skoraði eitt marka KFS.

„Þvílíkur sigur KFS á Ægi, lokuðu öllum leiðum og Frans skoraði eitt af þremur mörkum þeirra. Hann er búinn að vera virkilega öflugur fyrir KFS í sumar. Þeir pakka saman Ægi sem við sögðum að voru lélegir en það er kannski ekki tilviljun," sagði Sverrir Mar.

„Nei, þetta er engin tilviljun, sigurinn geggjaður, ég trúi ekki að við séum enn að tala um þetta. Ég trúi ekki að þeir séu enn að gefa okkur ástæðu til að hrósa þeim. Maður hefði haldið að það hljóti að koma að tapleiknum þar sem við þurfum ekki að halda áfram að hrósa þeim en við erum að því og það er verðskuldað," sagði Gylfi Tryggvason.

Frans hefur komið við sögu í 19 leikjum og skorað í þeim 6 mörk.

Bestir í fyrri umferðum:
1. og 2. umferð: Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
3. umferð: Stefan Spasic (Höttur/Huginn)
4. umferð: Bjartur Aðalbjörnsson (Einherji)
5. umferð: Breki Barkarson (Augnablik)
6. og 7. umferð. Raul Sanjuan Jorda (Tindastóll) og Benedikt Daríus Garðarsson (Elliði)
8. umferð: Cristofer Rolin (Ægir)
9. umferð: Hafsteinn Gísli Valdimarsson (KFS)
10. umferð: Pape Mamadou Faye (Tindastóll)
11. umferð: Borja Lopez Laguna (Dalvík/Reynir)
12. umferð: Dimitrije Cokic (Ægir)
13. umferð: Jóhann Ólafur Jóhannsson (KFG)
17. umferð: Andri Jónasson (ÍH)
18. umferð: Ismael Yann Trevor (Einherji)
19. umferð: Manuel Garcia Mariano (Höttur/Huginn)
Ástríðan - Þróttur Vogum spilar í Lengjudeild 2022
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner