Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. október 2020 22:00
Aksentije Milisic
Scholes: Man Utd vantar heimsklassa framherja - Martial er það ekki
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið duglegur að gagnrýna félagið, fyrrverandi stjóra þess og margt annað eftir að hann lagði skónna á hilluna frægu.

Scholes hefur sagt að United hefði átt að leggja alla áherslu á það að fá Erling Haaland en ekki Jadon Sancho frá Dortmund í sumar. Hann segir að United vanti alvöru „níu".

„Vandamálið með framherja United er það að enginn af þeim er í raun og veru alvöru framherji. Martial var nálægt því að fá okkur til þess að trúa því á síðustu leiktíð. Hann spilað vel og skoraði mörk," sagði Scholes.

„Hann hefur byrjað þetta tímabil illa sem fær þig til að trúa því að hann sé ekki alvöru framherji. Þess vegna held ég áfram að segja að liðinu vantar alvöru „níu".

United fékk Edinson Cavani á lokadegi félagsskiptagluggans fyrr í mánuðinum en hann getur ekki spilað gegn Newcastle um komandi helgi vegna þess að hann er í einangrun.
Athugasemdir
banner
banner
banner