Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   sun 13. október 2024 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Arthur á leið til Marseille?
Mynd: Liverpool
Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo gæti verið á leið til franska félagsins Marseille en það er CalcioMercato sem greinir frá.

Arthur er 28 ára gamall og á mála hjá Juventus á Ítalíu en hefur ekkert komið við sögu í byrjun tímabils.

Það gæti farið svo að hann rifti samningi sínum við Juventus og gangi í raðir Marseille á frjálsri sölu á næstu vikum.

Brasilíumaðurinn var á láni hjá Fiorentina á síðustu leiktíð og spilaði þar 48 leiki ásamt því að gera 2 mörk.

Tímabilið á undan lék hann á láni hjá Liverpool en lék aðeins 13 mínútur. Þau félagaskipti eru talin með þeim verstu undir stjórn Jürgen Klopp.

Marseille er að byggja svakalegt lið í frönsku deildinni. Í sumar fékk félagið Mason Greenwood, Elye Wahi, Adrien Rabiot og Pierre-Emile Höjbjerg, ásamt fleirum og þá hefur Paul Pogba verið orðaður við félagið síðustu vikur.
Athugasemdir
banner