Paul Pogba mun snúa til baka úr banni í janúar en framtíð hans er ekki hjá Juventus.
Hann var dæmdur í fjögurra ára bann þegar hann féll á lyfjaprófi í fyrra en á dögunum var bannið stytt í átján mánuði. Hann mun geta byrjað að æfa í janúar og spila í mars.
Hann er ekki í framtíðarplönum Juventus og mun því að öllum líkindum fara frá félaginu í janúar.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að LAFC í MLS deildinni í Bandaríkjunum sée búið að hafa samband við franska miðjumanninn. LAFC er með þrjá erlenda leikmenn á háum launum en samningar Hugo Lloris og Carlos Vela eru að renna út sem gæti gefið félaginu tækifæri að næla í Pogba.
Pogba hefur einnig verið orðaður við Marseille og félög í Asíu.
Athugasemdir