Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   sun 13. október 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðsli Saka ekki alvarleg - Hefði mögulega getað spilað í kvöld
Mynd: EPA

Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, yfirgaf herbúðir landsliðsins vegna meiðsla en útlit er fyrir að meiðslin séu ekki alvarleg.


Hann missir því af leik Englands gegn Finnlandi í kvöld en Lee Carsley, bráðabirgðalandsliðsþjálfari Englands, sagði að Saka hefði mögulega getað spilað leikinn.

„Hann hefði verið nálægt því að ná honum en það hefði verið ósanngjarnt að taka áhættu. hann er jákvæður og ég býst við því að hann verði í lagi," sagði Carsley.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Arsenal en liðið er þegar án fyrirliðans Martin Ödegaard. Liðið mætir Bournemouth um helgina, fær síðan Shakhtar Donetsk í heimsókn í Meistaradeildinni áður en Liverpool kemur í heimsókn þann 27. október.


Athugasemdir
banner
banner