Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 13. nóvember 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Ísland spilar í Abu Dhabi í janúar
LG
Borgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið mun spila vináttuleik í Abu Dhabi í janúar á næsta ári en þetta staðfesti Lars Lagerback landsliðsþjálfari í samtali við Fótbolta.net í gær.

Ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða og því verða leikmennirnir í hópnum einungis frá félögum Norðurlöndunum fyrir utan þá Viðar Örn Kjartansson og Sölva Geir Ottesen sem koma frá Kína.

Ekki liggur fyrir hver mótherjinn verður, ekki frekar en í vináttuleikjum sem eru framundan í mars.

„Það er ekki klárt. Geir (Þorsteinsson) er að vinna í þessu en það eru allir að bíða eftir drættinum (í riðla á EM) til að ákveða við hverja þeir spila í mars," sagði Lars við Fótbolta.net.

Íslenska landsliðið lokar undirbúningi sínum fyrir EM síðan í byrjun júní á næsta ári.

„Við viljum spila að minnsta kosti tvo leiki þá og þeir gætu orðið þrír ef að við hefjum leik seint á EM," sagði Lars en fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fara fram á bilinu 10 til 14. júní.

Leikir Íslands fyrir EM:
Í dag: Pólland - Ísland
Á þriðjudag: Slóvakía Ísland
Í janúar: Leikur í Abu Dhabi
Í mars: 1-2 vináttuleikir
Í júní: 2-3 vináttuleikir
Athugasemdir
banner
banner
banner