Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
Deschamps útskýrir af hverju hann vill Giroud frekar en Martial
Giroud í leiknum gegn Íslandi í síðasta mánuði.
Giroud í leiknum gegn Íslandi í síðasta mánuði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir að Olivier Giroud sé á bekknum hjá Chelesa á eftir Tammy Abraham og Anthony Martial hafi verið í stuði með Manchester United að undanförnu þá er Giroud langt á undan Martial í baráttunni í franska landsliðinu.

Giroud hefur verið aðalframherji Frakka undanfarin ár á meðan Martial er ekki í hópnum fyrir komandi leiki gegn Moldóvu og Albaníu. Franskir fjölmiðlar báðu Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakka, um svör af hverju hann hefur svona mikla trú á Giroud.

„Ef hann er einn af þeim sem ég nota mest þá megið þið ekki gleyma tölfræðinni þegar kemur að leikjum og mörkum. Það eru ekki margir ofar en hann þegar kemur að mörkum með franska landsliðinu. Hann hefur náð að endurgjalda traustið," sagði Deschamps.

Giroud hefur skorað 38 mörk í 95 landsleikjum en hann skoraði eina markið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Þar var Martial ekki í hópnum frekar en núna en þá var hann meiddur.

„Hann (Martial) hefur reglulega verið í landsliðinu en hann hefur oft verið meiddur undanfarið. Það er ekki langt síðan hann kom til baka en hann hefur staðið sig vel sem aðalframherji Manchester United. Hann hefur í langan tíma verið einn af þeim sem er líklegur til að vera valinn í hópinn," sagði Deschamps.
Athugasemdir
banner
banner
banner