Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 07:40
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Á þriðja tug Íslendinga meðal fjögur þúsund áhorfenda
Neftci völlurinn í Bakú.
Neftci völlurinn í Bakú.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það er leikdagur í Bakú en klukkan 17 í dag að íslenskum tíma, 21 að staðartíma, verður flautað til leiks.

Framundan eru tveir úrslitaleikir hjá íslenska landsliðinu. Ísland þarf sigur í kvöld til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudaginn, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.

Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  0 Ísland

Búist er við um fjögur þúsund áhorfendum á leikinn í Bakú, þar af á þriðja tug stuðningsmanna Íslands. Keppnisvöllurinn, Neftci leikvangurinn, tekur alls um ellefu þúsund manns svo enn er hellingur af lausum miðum á leikinn.

Það verða um 70 íþróttafréttamenn á leiknum og 30 ljósmyndarar.

Landslið Aserbaísjan leikur heimaleiki sína á þremur mismunandi stöðum í Bakú. Síðasti leikur Asera í riðlinum, gegn Frakklandi, verður á Tofiq Bahramov leikvangnum sem Qarabag notar í Meistaradeildinni en hann tekur rúmlega 30 þúsund áhorfendur.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 4 3 1 0 9 - 3 +6 10
2.    Úkraína 4 2 1 1 8 - 7 +1 7
3.    Ísland 4 1 1 2 11 - 9 +2 4
4.    Aserbaísjan 4 0 1 3 2 - 11 -9 1
Athugasemdir
banner