Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segist ekki vera að hugsa út í það að Manchester City sé á slæmum stað fyrir leik liðanna um helgina.
United mætir nágrönnum sínum í City um helgina en bæði lið eru á vondum stað.
United mætir nágrönnum sínum í City um helgina en bæði lið eru á vondum stað.
„Nei, ég er ekki að hugsa út í það," sagði Amorim við fréttamenn í dag er hann var spurður út í það hvort hann væri eitthvað að spá í slæmu gengi City.
„Við erum að mæta frábærum andstæðingi og ég er einbeittari á okkar vandamál. Við erum með mörg vandamál og ég er einbeittur á það hvað við ætlum að gera til að vinna leikinn. Ég er einbeittur á mitt lið."
Athugasemdir