Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 13. desember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Góð auglýsing fyrir skoska boltann"
Philippe Clement
Philippe Clement
Mynd: EPA
Það voru blendnar tilfinningar hjá Philippe Clement, stjóra Rangers, eftir jafntefli liðsins gegn Tottenham í Evrópudeildinni í gær.

Rangers var betri aðilinn lengst af og komst verðskuldað yfir snemma í seinni hálfleik en varamaðurinn Dejan Kulusevski tryggði Totteenham stig.

„Ég er mjög stoltur af frammistöðunni. Við viljum sjá svona fótbolta. Ef maður pælir í því hvar þessir leikmenn voru fyrir nokkrum mánuðum og standa sig svona, það er stórt, stórt skref framávið fyrir okkur," sagði Clement.

„Hins vegar er ég svekktur að við tókum ekki stigin þrjú. Það hefði verið enn betra og hefðu verið úrslitin sem við áttum skilið miðað við frammistöðuna. Þetta var góð auglýsing fyrir skoska boltann að við vorum samkeppnishæfir gegn úrvalsdeildarliði."

„Ég vil það hugarfar í hópinn að þeir voru ekki ánægðir með stigið, þeim fannst þeir vera nálægt því að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner