Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hólmbert lagði upp sigurmarkið gegn Jóni Degi
Mynd: SCP
Það var Íslendingaslagur í Þýskalandi í kvöld þegar Hertha Berlin fékk Preussen Munster í heimsókn í næst efstu deild.

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Hertha, byrjaði á bekknum og Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum hjá Preussen.

Staðan var 1-1 eftir tæplega klukkutíma leik, Jón Dagur kom inn á fljótlega eftir að Preussen hafði jafnað metin. Hólmbert kom inn á sex mínútum síðar.

Þegar þrjár mínútur voru til loka venjulegs leiktíma skoraði Torge Paetow sigurmarkið fyrir Preussen eftir undirbúning Hólmberts. Preussen er í 15. sæti með 15 stig eftir 16 umferðir en Hertha er í 11. sæti með 21 stig.

Al Wasl, lærisveinar Milos Milojevic, töpuðu gegn Shabab Al-Ahli Dubai í Ofurbikar Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner