Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
banner
   fim 14. janúar 2021 15:37
Enski boltinn
„Man Utd með ákaflega gott færi á að koma þungu höggi á Liverpool"
Magnús Gylfason og Hörður Magnússon
Magnús Gylfason og Hörður Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool og Manchester United mætast í toppslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þessir erkifjendur hafa ekki verið á sama tíma í titilbaráttu í langan tíma.

Hörður Magnússon, lýsandi á Viaplay, og Magnús Gylfason, stjórnarmaður hjá KSÍ, fóru yfir málin fyrir þennan stórleik í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn."

„Frá því að ég byrjaði að fylgjast með hafa þessir miklu erkifjendur nánast ekki verið á toppnum á sama tíma í deildinni. Það er mikið eftir af mótinu en miðað við hvernig Liverpool hefur spilað upp á síðkastið og hvernig United hefur halað upp sigrum þá tel ég þetta vera algjöran 50/50 leik," sagði Hörður í þættinum.

„Manchester United kemur með þá gulrót í þennan leik að ná sex stiga forystu á Liverpool. Síðan er stutt í City og fleiri stórleiki hjá Liverpool. Þetta er dauðafæri fyrir United. Með sigri stimpla þeir sig algjörlega inn í toppbaráttu. Ef Liverpool vinnur gæti ég haldið að þetta sveiflist aftur í áttina að Liverpool og City."

„Manchester United á þessum stað í tilverunni ákaflega gott færi á því að koma virkilega þungu höggi á Liverpool. Ég held að þeir fái ekkert mikið betra tækifæri til að koma með eitt þungavigtar á þá. Að sjálfsögðu vona ég að það gerist ekki."

Manchester United hefur verið á góðu skriði undanfarnar vikur og Magnús er bjartsýnni fyrir leikinn við Liverpool en fyrir síðustu leiki liðanna.

„Loksins á United góðan möguleika á að stríða Liverpool. Þetta hafa verið hörkuleikir síðustu ár en maður hefur ekki verið jafn vongóður og núna. Liverpool hefur ekki verið upp á sitt besta
síðustu vikur,"
sagði Maggi.

„Við erum orðnir samkeppnishæfari. Við erum að fara að spila á Anfield og Liverpool tapar sjaldan þar. Liverpool er sigurstranglegra liðið á sunnudaginn þó að United sé á toppnum,"

„Þó að það sé erfitt að segja það beint þá verð ég að láta það vaða að Liverpool og Manchester City virðast ennþá vera hænufeti á undan öðrum liðum í deildinni."


Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner