Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 17:15
Enski boltinn
Myndi spila Nat Phillips ef Matip verður ekki leikfær
Jurgen Klopp og Joel Matip.
Jurgen Klopp og Joel Matip.
Mynd: Getty Images
Hörður Magnússon, lýsandi á Viaplay, mætti í heimsókn í hlaðvarpsþáttinn „enski boltinn" á Fótbolta.net í dag þar sem rætt var um leik Liverpool og Manchester United.

Joel Matip er í kapphlaupi við tímann að ná sér af meiðslum fyrir leikinn á laugardag.

„Joel Matip er gangandi meiðslapjakkur. Hann er hins vegar að mínu mati næsbesti miðvörður Liverpool. Mér finnst hann vera betri en Joe Gomez. Hann getur bara spilað 2-3 leiki í röð," sagði Hörður í þættinum.

Virgil van Dijk og Joe Gomez eru meiddir og því mun fyrirliðinn Jordan Henderson eða hinir óreyndu Nat Phillips eða Rhys Williams spila við hlið Fabinho í hjarta varnarinar ef Matip nær ekki leiknum.

„Ég myndi spila Nat Phillips. Hann er rosalegur í loftinu en hann er töluvert hægari en Harry Maguire," sagði Hörður en hann reiknar ekki með að Liverpool kaupi nýjan miðvörð í þessum mánuði.

„Það eru engir peningar til skiptanna hjá þessum stóru klúbbum. Við erum að sjá gríðarlegt rekstrartap og ég held að menn muni halda að sér höndum. Napoli er að reyna að vippa honum upp í 100 milljónir punda en þð er ekkert enskt félag að fara að borga það fyrir 29 ára leikmann," sagði Hörður.

Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn. Hér að neðan má hlusta á þáttinn.
Enski boltinn - Tekist á fyrir stórleik ársins
Athugasemdir
banner
banner
banner