fim 14. janúar 2021 07:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rakel í Hauka (Staðfest)
Mynd frá 2018
Mynd frá 2018
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Rakel Leósdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til tveggja ára.

Rakel sem er fædd árið 1999 á að baki 38 leiki í meistaraflokki, þar af ellefu leiki í Pepsi Max-deild kvenna með Fylki, og hefur skorað níu mörk.

Hún er uppalin hjá Val en hefur leikið með KH, Haukum, Aftureldingu og Fylki. Hún á að baki einn U17 ára landsleik.

Rakel, sem var á láni hjá Haukum á síðasta tímabili, tók þátt í sex leikjum með liðinu en meiðsli komu í veg fyrir þátttöku í fleiri leikjum. Hún spilar jafnan sem framherji eða kantmaður.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Rakel innilega velkomna í félagið," segir í tilkynningu Hauka sem leika í Lengjudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner