Real Madrid 1 - 2 Athletic Bilbao
0-1 Raul Garcia ('18)
0-2 Raul Garcia ('38, víti)
1-2 Karim Benzema ('73)
0-1 Raul Garcia ('18)
0-2 Raul Garcia ('38, víti)
1-2 Karim Benzema ('73)
Real Madrid er dottið úr leik í spænska Ofurbikarnum eftir tap í undanúrslitaleik gegn Athletic Bilbao.
Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur þar sem Athletic nýtti sína kafla vel á meðan Real mistókst að skora. Raul Garcia skoraði á átjándu mínútu og svo aftur úr vítaspyrnu tuttugu mínútum síðar.
Real tók öll völd á vellinum eftir leikhlé en átti í miklum erfiðleikum með að koma knettinum í netið. Karim Benzema minnkaði muninn á 73. mínútu en nær komust lærisveinar Zinedine Zidane ekki.
Athletic mætir Barcelona í úrslitaleik eftir að Barca sigraði Real Sociedad í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi.
Athugasemdir