Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 14. janúar 2022 15:14
Elvar Geir Magnússon
Arsenal fundar með úrvalsdeildinni um mögulega frestun
Verður Tottenham - Arsenal frestað?
Verður Tottenham - Arsenal frestað?
Mynd: EPA
Arsenal er í samræðum við ensku úrvalsdeildina um mögulega frestun á grannaslagnum gegn Tottenham á sunnudaginn þar sem Covid-19 og meiðsli herja á lið Mikel Arteta.

Að minnsta kosti tólf leikmenn gætu verið fjarverandi í leiknum en samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar getur leik verið frestað ef lið getur ekki teflt fram þrettán útispilurum og markverði.

Arsenal skoðar hvort félagið geti farið fram á frestun.

Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í gær. Í þeim leik vantaði meðal annars fjóra leikmenn vegna Afríkukeppninnar, Granit Xhaka fékk rautt og verður í banni á sunnudag og þá fengu Cedric Soares og Bukayo Saka högg.

Martin Ödegaard var eini leikmaðurinn sem var fjarverandi vegna Covid. Ákvörðun um frestun gæti komið í ljós eftir niðurstöðu úr skimunum innan leikmannahóps Arsenal í dag.

Þess má geta að Eric Dier verður ekki með Tottenham í leiknum á sunnudag vegna vöðvameiðsla.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner