Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 14. janúar 2023 19:36
Brynjar Ingi Erluson
England: Brentford upp fyrir Liverpool eftir sigur á Bournemouth
Ivan Toney skoraði úr vítaspyrnu fyrir Brentford
Ivan Toney skoraði úr vítaspyrnu fyrir Brentford
Mynd: EPA
Brentford 2 - 0 Bournemouth
1-0 Ivan Toney ('39 , víti)
2-0 Mathias Jensen ('75 )

Brentford lagði Bournemouth að velli, 2-0, á Community-leikvanginum í Lundúnum í dag. Ivan Toney og Mathias Jensen skoruðu mörk heimamamanna.

Ágætis líf var í leik gestanna til að byrja með en Brentford náði fljótlega að koma sér betur í leikinn.

Meiðsli settu svip sinn á fyrri hálfleikinn og voru ágætis tafir vegna þeirra.

Eina markið í fyrri hálfleiknum gerði Ivan Toney úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur.

Stuttu áður þurfti Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, að fara af velli vegna meiðsla og kom Ben Pearson inn fyrir hann en varamaðurinn átti bestu tilraun gestanna undir lok fyrri hálfleiksins sem David Raya varði.

Bournemouth kom af meiri krafti í síðari hálfleikinn en náði þó ekki að skapa mikið á síðasta þriðjungnum. Besta færið átti Sinki Dembele en Raya gerði vel í markinu.

Heimamenn náðu að gera út um leikinn þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Mathias Jenses skoraði þá eftir sendingu Josh DaSilva.

Brentford fer upp fyrir Liverpool á töflunni og situr nú í 8. sæti með 29 stig, einu stigi meira en Liverpool sem er í 9. sæti. Bournemouth er í 17. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner